Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira