Framsókn Afríku frá 1960 Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar