Pólskættaðir sækja þjónustu heim til að forðast bið á Íslandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Mun styttri bið er eftir læknisþjónustu í Póllandi en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira