Kúrekarnir skutu niður tíu leikja sigurgöngu New Orleans Saints Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 10:00 Jason Garrett, þjálfari Dallas liðsins, fagnar Ezekiel Elliott eftir leikinn. Vísir/Getty Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira