Telur makrílsdóm Hæstaréttar skapa vafa um sameign þjóðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 14:23 Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00
Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00
Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41