Don Cano snúið aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 16:00 Ólafur Stefánsson handknattleikskappi er eitt af andlitum Don Cano. Don Cano Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum. Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum.
Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00