Allt að 19 mánaða bið til að greina einhverfu Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2018 07:30 Anna Björg Kristinsdóttir og sonur hennar, Domenic, bíða eftir því að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Domenic fær líkast til ekki greiningu fyrr en hann verður orðinn hartnær fimm ára. Fréttablaðið/Ernir Anna Björg Kristinsdóttir er móðir drengs sem fæddur er í október 2015. Þau hafa fengið að heyra frá sálfræðingum að mjög líklega sé drengurinn einhverfur. Hins vegar bíða þau eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að fá staðfestingu á að um einhverfu er að ræða. „Við höfum rætt við sálfræðinga sem gefa það út að hann sé einhverfur. Hins vegar bíðum við eftir því að komast inn í greiningu. Núna er líklegt að við komumst að hjá þeim árið 2020. Þá er barnið mitt komið á fimmta aldursár. Það gefur augaleið að það gengur ekki,“ segir Anna Björg. Tæplega 340 börn eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningarstöðinni. Börn á aldrinum tveggja til sex ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu og börn á aldrinum frá þeim aldri til átján ára aldurs í allt að 16 mánuði. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir stofnunina af þeim sökum ekki geta sinnt skyldum sínum. Greiningarstöðin á að sinna svokallaðri snemmtækri íhlutun þar sem lögð er áhersla á markvissar aðgerðir til að hægt sé að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barna eins snemma á lífsleiðinni og unnt er. Rannsóknir og þróun þekkingar undanfarna áratugi hafa sýnt fram á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, segir á vef Greiningarstöðvarinnar. „Eins og staðan er núna er átján mánaða bið hjá okkur sem kemur engum vel,“ segir Anna Björg. „Við erum búin að fá staðfestingu á einhverfu. Núna ætti hins vegar að vera komin aðstoð fyrir hann. Sonur minn fer tvisvar til þrisvar í viku á leikskólann eins og staðan er núna. Hann þarf á miklum stuðningi að halda en það er ekki til staðar. Þetta helst einhvern veginn allt í hendur. Svo þarf ég núna að redda sjálf talþjálfun og þroskaþjálfa en það er ekki greitt nema ég taki það úr eigin vasa því hann er ekki með greiningu. Hann fengi meiri aðstoð ef greining kæmi fyrr.“ Eins og staðan er í dag er Greiningar- og ráðgjafarstöð ekki að sinna lagalegum skyldum sínum gagnvart þeim hópi sem er á biðlista, segir Soffía. „Það er mat stofnunarinnar að fjölga þurfi stöðugildum um tíu til tólf á næstu fjórum árum, kostnaður við það er áætlaður um 180 til 200 milljónir króna.“ Ljóst er að þessi bið eftir greiningu getur haft alvarlegar afleiðingar því oft og tíðum er um að ræða afar mikilvægan tíma í þroska barna sem bíða eftir hvers konar greiningum. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtæka þroskaskerðingu. Að sama skapi fæst ekki nægilegt fjármagn inn til menntastofnana, leikskóla og grunnskóla með hverju barni á meðan það hefur ekki greiningu frá stöðinni. Því getur þessi bið, nærri tvö ár í sumum tilfellum, hamlað þroska þessara barna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Anna Björg Kristinsdóttir er móðir drengs sem fæddur er í október 2015. Þau hafa fengið að heyra frá sálfræðingum að mjög líklega sé drengurinn einhverfur. Hins vegar bíða þau eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að fá staðfestingu á að um einhverfu er að ræða. „Við höfum rætt við sálfræðinga sem gefa það út að hann sé einhverfur. Hins vegar bíðum við eftir því að komast inn í greiningu. Núna er líklegt að við komumst að hjá þeim árið 2020. Þá er barnið mitt komið á fimmta aldursár. Það gefur augaleið að það gengur ekki,“ segir Anna Björg. Tæplega 340 börn eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningarstöðinni. Börn á aldrinum tveggja til sex ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu og börn á aldrinum frá þeim aldri til átján ára aldurs í allt að 16 mánuði. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir stofnunina af þeim sökum ekki geta sinnt skyldum sínum. Greiningarstöðin á að sinna svokallaðri snemmtækri íhlutun þar sem lögð er áhersla á markvissar aðgerðir til að hægt sé að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barna eins snemma á lífsleiðinni og unnt er. Rannsóknir og þróun þekkingar undanfarna áratugi hafa sýnt fram á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, segir á vef Greiningarstöðvarinnar. „Eins og staðan er núna er átján mánaða bið hjá okkur sem kemur engum vel,“ segir Anna Björg. „Við erum búin að fá staðfestingu á einhverfu. Núna ætti hins vegar að vera komin aðstoð fyrir hann. Sonur minn fer tvisvar til þrisvar í viku á leikskólann eins og staðan er núna. Hann þarf á miklum stuðningi að halda en það er ekki til staðar. Þetta helst einhvern veginn allt í hendur. Svo þarf ég núna að redda sjálf talþjálfun og þroskaþjálfa en það er ekki greitt nema ég taki það úr eigin vasa því hann er ekki með greiningu. Hann fengi meiri aðstoð ef greining kæmi fyrr.“ Eins og staðan er í dag er Greiningar- og ráðgjafarstöð ekki að sinna lagalegum skyldum sínum gagnvart þeim hópi sem er á biðlista, segir Soffía. „Það er mat stofnunarinnar að fjölga þurfi stöðugildum um tíu til tólf á næstu fjórum árum, kostnaður við það er áætlaður um 180 til 200 milljónir króna.“ Ljóst er að þessi bið eftir greiningu getur haft alvarlegar afleiðingar því oft og tíðum er um að ræða afar mikilvægan tíma í þroska barna sem bíða eftir hvers konar greiningum. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtæka þroskaskerðingu. Að sama skapi fæst ekki nægilegt fjármagn inn til menntastofnana, leikskóla og grunnskóla með hverju barni á meðan það hefur ekki greiningu frá stöðinni. Því getur þessi bið, nærri tvö ár í sumum tilfellum, hamlað þroska þessara barna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira