Hlutabréfamarkaður sem drifkraftur atvinnulífs Páll Harðarson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar