Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. desember 2018 07:00 Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. Nýjasta dæmið um vandræðin, sem krónan veldur, er hörð tilvistarbarátta WOW, en þegar það blessaða félag fór í sitt fyrsta flug, í maí 2012, fékk það 162 krónur fyrir evru – ef seldur var farmiði fyrir 1.000 evrur, fengu WOW-menn 162.000 krónur – en í júní í fyrra var svo komið, að WOW fékk ekki nema 110.000 krónur fyrir 1.000-evru-farmiðann. Auðvitað gildir það sama um öll önnur fyrirtæki, ekki sízt í sjávarútvegi, sem eru mikið með tekjur í erlendri mynt en verulegan hluta gjalda í krónum. Meirihluti manna sér nú loks í gegnum blekkingarvef þeirra íhalds- og sérhagsmunaafla, sem halda því fram, að krónan sé fín – að hún hafi komið okkur út úr hruninu – þó að þeir viti fullvel, að það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Eftir hrun krónunnar 2008 og þær hörmungar, sem það olli, samþykkti Alþingi 2009, að við skyldum sækja um aðild að ESB, bæði til að við gætum fengið evruna og eins farið að hafa áhrif í Evrópu, en í gegnum EES-samninginn og Schengen-samkomulagið erum við 80-90% í ESB, en án evru og áhrifa. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf samninga við ESB sumarið 2010. 2013 voru þeir vel á veg komnir, en til allrar ógæfu náðu þá íhalds- og popúlistaöfl landsins meirihluta, undir stjórn Sigmundar Davíðs og hans manna. Einn þeirra, sem Sigmundur reyndar gerði að utanríkisráðherra, var Gunnar nokkur Bragi, sem nokkuð hefur verið í fréttum, þó ekki beint fyrir mikla eða góða dómgreind. Þessi – nú í síðasta ljósi nokkuð vafasami mannskapur – reyndi að fá Alþingi til að samþykkja, að ESB-aðildarumsóknin yrði dregin til baka, en ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi. Ritaði þá tjéður Gunnar Bragi bréf til forsvarsmanna ESB, þann 12. marz 2015 – eitthvað það furðulegasta og ruglingslegasta bréf, sem undirritaður hefur séð – og átti tilgangur þess að vera, að slíta aðildarviðræðum. En, hvernig máttu þessir – ekki Bakkabræður, heldur barbræður – gera slíkt, gegn vilja Alþingis!? Við erum nú að kanna, hvort nokkur formlegur eða lagalegur grundvöllur sé fyrir þessum furðuskrifum. Mér finnst undarlegt, að ekkert skuli hafa gerzt í ESB og evru-málum síðan þá. Sérstaklega með tilliti til þess, að meirihluti landsmanna vill evruna. Ég vildi því kanna málið beint í Brussel. Íhaldsmenn tala oft um skrifstofubáknið í Brussel og búrókratana þar. Á þetta bákn allt að vera óhreyfanlegt og standa kolfast. Þetta, eins og margt annað hjá popúlistunum, reyndist rangt. Seint í október hafði ég samband við sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, frjálslegan og vingjarnlegan mann, og kom hann á fundi með fulltrúum fjögurra deilda ESB – þriggja á efnahags- og evrusviði og eins á stækkunarsviði – fyrir mig. Hitti ég þetta fólk í höfuðstöðvum ESB, byggingu Karls mikla, 20. nóvember sl. Ekki kom þetta fólk úr sendisveinaliði ESB, og er mér til efs, að aðrar alþjóðlegar valdastofnanir hefðu sýnt slíkan sveigjanleika og slíka velvild gagnvart einstaklingi, en auðvitað beindist hún fyrst og fremst að Íslandi og Íslendingum. Evru-mál í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó voru rædd í þaula, og kom í ljós, að þessi sex ríki höfðu fengið evruna á sögulegum grunni: Svartfjallaland og Kósovó höfðu haft þýzka markið fyrir, Vatíkanið hafði líru og smáríkin hin franska frankann. Ríkin sex fengu því evruna, þegar Þýzkaland, Ítalía og Frakkland tóku upp evruna. Engin smuga fyrir upptöku evru á Íslandi, án fullrar aðildar, fannst því við fyrstu skoðun. Ég spurði því um stytztu leið í evru, ef Íslendingar myndu ljúka inngönguviðræðum. Kom þá svar og leið, sem ég hafði ekki áttað mig: Eftir inngöngu, myndi taka þrjú ár að fá evru, en, eftir eitt ár, mætti tengja krónuna við evru, með ERM2 mekanísmanum, sem myndi tryggja gengi krónunnar á þann hátt, að hún gæti ekki sveiflast nema um 2,25%, upp eða niður. Danir nýta sér einmitt ERM2 mekanísmann, en danska krónan nýtur með honum fulls styrks evru, og njóta Danir lágvaxta evrunnar, án þess að hafa tekið hana upp. Oft heyrast raddir um það, að innganga í ESB og upptaka evru sé alltof langt ferli. 5 til 10 ár. Mitt mat er, ef þeir, sem nú vilja evru, meirihluti landsmanna, eru reiðubúnir til að taka skrefið til fulls, með fullri inngöngu, úr 80-90% í 100%, þá gæti krónan verið komin með styrk evru, í gegnum ERM2, á þremur árum frá framhaldi aðildarviðræðna. Full innganga þýddi, að semja yrði um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Malta, sem var í svipuðum sporum og við – var mjög háð sínum fiskveiðum – hélt fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni við inngöngu, og tók ESB tillit til sérstöðu landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð, vegna „norrænnar legu“, við inngöngu þeirra. Má reikna með sama sveigjanleika fyrir okkur. Og, ef af inngöngu yrði, fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og sex þingmenn á Evrópuþingið; við gætum loks látið rödd okkar heyrast, á réttan hátt og á réttum stöðum, í Evrópu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. Nýjasta dæmið um vandræðin, sem krónan veldur, er hörð tilvistarbarátta WOW, en þegar það blessaða félag fór í sitt fyrsta flug, í maí 2012, fékk það 162 krónur fyrir evru – ef seldur var farmiði fyrir 1.000 evrur, fengu WOW-menn 162.000 krónur – en í júní í fyrra var svo komið, að WOW fékk ekki nema 110.000 krónur fyrir 1.000-evru-farmiðann. Auðvitað gildir það sama um öll önnur fyrirtæki, ekki sízt í sjávarútvegi, sem eru mikið með tekjur í erlendri mynt en verulegan hluta gjalda í krónum. Meirihluti manna sér nú loks í gegnum blekkingarvef þeirra íhalds- og sérhagsmunaafla, sem halda því fram, að krónan sé fín – að hún hafi komið okkur út úr hruninu – þó að þeir viti fullvel, að það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Eftir hrun krónunnar 2008 og þær hörmungar, sem það olli, samþykkti Alþingi 2009, að við skyldum sækja um aðild að ESB, bæði til að við gætum fengið evruna og eins farið að hafa áhrif í Evrópu, en í gegnum EES-samninginn og Schengen-samkomulagið erum við 80-90% í ESB, en án evru og áhrifa. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf samninga við ESB sumarið 2010. 2013 voru þeir vel á veg komnir, en til allrar ógæfu náðu þá íhalds- og popúlistaöfl landsins meirihluta, undir stjórn Sigmundar Davíðs og hans manna. Einn þeirra, sem Sigmundur reyndar gerði að utanríkisráðherra, var Gunnar nokkur Bragi, sem nokkuð hefur verið í fréttum, þó ekki beint fyrir mikla eða góða dómgreind. Þessi – nú í síðasta ljósi nokkuð vafasami mannskapur – reyndi að fá Alþingi til að samþykkja, að ESB-aðildarumsóknin yrði dregin til baka, en ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi. Ritaði þá tjéður Gunnar Bragi bréf til forsvarsmanna ESB, þann 12. marz 2015 – eitthvað það furðulegasta og ruglingslegasta bréf, sem undirritaður hefur séð – og átti tilgangur þess að vera, að slíta aðildarviðræðum. En, hvernig máttu þessir – ekki Bakkabræður, heldur barbræður – gera slíkt, gegn vilja Alþingis!? Við erum nú að kanna, hvort nokkur formlegur eða lagalegur grundvöllur sé fyrir þessum furðuskrifum. Mér finnst undarlegt, að ekkert skuli hafa gerzt í ESB og evru-málum síðan þá. Sérstaklega með tilliti til þess, að meirihluti landsmanna vill evruna. Ég vildi því kanna málið beint í Brussel. Íhaldsmenn tala oft um skrifstofubáknið í Brussel og búrókratana þar. Á þetta bákn allt að vera óhreyfanlegt og standa kolfast. Þetta, eins og margt annað hjá popúlistunum, reyndist rangt. Seint í október hafði ég samband við sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, frjálslegan og vingjarnlegan mann, og kom hann á fundi með fulltrúum fjögurra deilda ESB – þriggja á efnahags- og evrusviði og eins á stækkunarsviði – fyrir mig. Hitti ég þetta fólk í höfuðstöðvum ESB, byggingu Karls mikla, 20. nóvember sl. Ekki kom þetta fólk úr sendisveinaliði ESB, og er mér til efs, að aðrar alþjóðlegar valdastofnanir hefðu sýnt slíkan sveigjanleika og slíka velvild gagnvart einstaklingi, en auðvitað beindist hún fyrst og fremst að Íslandi og Íslendingum. Evru-mál í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó voru rædd í þaula, og kom í ljós, að þessi sex ríki höfðu fengið evruna á sögulegum grunni: Svartfjallaland og Kósovó höfðu haft þýzka markið fyrir, Vatíkanið hafði líru og smáríkin hin franska frankann. Ríkin sex fengu því evruna, þegar Þýzkaland, Ítalía og Frakkland tóku upp evruna. Engin smuga fyrir upptöku evru á Íslandi, án fullrar aðildar, fannst því við fyrstu skoðun. Ég spurði því um stytztu leið í evru, ef Íslendingar myndu ljúka inngönguviðræðum. Kom þá svar og leið, sem ég hafði ekki áttað mig: Eftir inngöngu, myndi taka þrjú ár að fá evru, en, eftir eitt ár, mætti tengja krónuna við evru, með ERM2 mekanísmanum, sem myndi tryggja gengi krónunnar á þann hátt, að hún gæti ekki sveiflast nema um 2,25%, upp eða niður. Danir nýta sér einmitt ERM2 mekanísmann, en danska krónan nýtur með honum fulls styrks evru, og njóta Danir lágvaxta evrunnar, án þess að hafa tekið hana upp. Oft heyrast raddir um það, að innganga í ESB og upptaka evru sé alltof langt ferli. 5 til 10 ár. Mitt mat er, ef þeir, sem nú vilja evru, meirihluti landsmanna, eru reiðubúnir til að taka skrefið til fulls, með fullri inngöngu, úr 80-90% í 100%, þá gæti krónan verið komin með styrk evru, í gegnum ERM2, á þremur árum frá framhaldi aðildarviðræðna. Full innganga þýddi, að semja yrði um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Malta, sem var í svipuðum sporum og við – var mjög háð sínum fiskveiðum – hélt fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni við inngöngu, og tók ESB tillit til sérstöðu landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð, vegna „norrænnar legu“, við inngöngu þeirra. Má reikna með sama sveigjanleika fyrir okkur. Og, ef af inngöngu yrði, fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og sex þingmenn á Evrópuþingið; við gætum loks látið rödd okkar heyrast, á réttan hátt og á réttum stöðum, í Evrópu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun