Meistara-Ernirnir eru enn á lífi í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 09:30 Carson Wentz leiddi sína menn í Philadelphia Eagles til mikilvægs sigurs í nótt. Vísir/Getty NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri. NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri.
NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum