Áttu erindi í hraðbankann? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun