Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson skrifar 3. desember 2018 07:30 Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun