Sjáðu fyrstu stikluna úr Tryggð Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 12:30 Elma Lísa ásamt Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir. Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. Myndin er byggð á Tryggðarpanti, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006 í flokki fagurbókmennta, en kvikmyndin verður frumsýnd almenningi í febrúar 2019. Myndin fjallar um konuna Gísella Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd. Með aðalhlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, sem hefur farið með fjölda hlutverka bæði í kvikmyndum og leikhúsi á Íslandi, Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir sem eru báðar innflytjendur og óreyndar leikkonur, en sýna aðdáunarverða frammistöðu í myndinni. Claire Kristinsdóttir fer einnig með stórt hlutverk í myndinni en hún er ung kona og er þetta frumraun hennar á hvíta tjaldinu. Ásthildur Kjartansdóttir hefur gert fjölda heimildamynda, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir. Hún hefur áður fjallað um innflytjendur á Íslandi m.a. í heimildamynd sinni Nio&Pam. Framleiðendur eru Askja Films og Rebella Filmworks en Sena sér um dreifingu á Íslandi en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni, frumsýnda hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. Myndin er byggð á Tryggðarpanti, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006 í flokki fagurbókmennta, en kvikmyndin verður frumsýnd almenningi í febrúar 2019. Myndin fjallar um konuna Gísella Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd. Með aðalhlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, sem hefur farið með fjölda hlutverka bæði í kvikmyndum og leikhúsi á Íslandi, Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir sem eru báðar innflytjendur og óreyndar leikkonur, en sýna aðdáunarverða frammistöðu í myndinni. Claire Kristinsdóttir fer einnig með stórt hlutverk í myndinni en hún er ung kona og er þetta frumraun hennar á hvíta tjaldinu. Ásthildur Kjartansdóttir hefur gert fjölda heimildamynda, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir. Hún hefur áður fjallað um innflytjendur á Íslandi m.a. í heimildamynd sinni Nio&Pam. Framleiðendur eru Askja Films og Rebella Filmworks en Sena sér um dreifingu á Íslandi en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni, frumsýnda hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira