Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:51 Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999. Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999.
Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira