Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn Páll Harðarson skrifar 19. desember 2018 08:00 Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar