Eineltishugtakið þrengt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun