Þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Óðinn Þór Ríkharðsson. Fréttablaðið/Eyþór Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira