Aðeins einu máli verið vísað til lögreglunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. desember 2018 06:15 Embætti Landlæknis hefur aðeins vísað einu máli til lögreglu á síðustu þremur árum vegna gruns um misferli læknis með fíknilyf. Fréttablaðið/Anton Brink Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira