Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“ Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“
Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19