Ísland komst í umspilið í gegnum forkeppnina, en leikið var í henni í byrjun desember. Þar lenti Ísland í öðru sæti riðils síns en náði bestum árangri liða í öðru sætið og fékk því umspilssæti.
Spánverjar fóru ekki í gegnum forkeppnina heldur fóru beint inn í umspilið í gegnum undankeppni EM og voru því í efri styrkleikaflokki í drættinum á meðan Ísland var í lægri styrkleikaflokki.
Leikirnir í umspilinu fara fram í lok maí og byrjun júní 2019 og fer sigurvegari einvígisins beint á HM í Japan sem fram fer í desember á næsta ári.
