Veldur miklum áhyggjum hversu mikið af ungu fólki leitar í starfsendurhæfingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. vísir/hanna Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45