Flest knattspyrnusambönd heimsins styðja 48 liða heimsmeistaramót í Katar 2022. Þetta sagði forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins Gianni Infantino.
Infantino segir að ákvörðunin um hvort stækka eigi HM í Katar 2022 í 48 liða mót úr 32 liða móti verði tekna í mars á næsta ári.
Búið er að staðfesta að HM 2026, sem haldið verður í Norður-Ameríku, verður 48 liða mót. Síðan sú ákvörðun var tekin hefur Infantino gælt við að flýta fjölguninni um fjögur ár og taka hana upp í Katar líka.
„Enn sem komið er eru flestir jákvæðir fyrir þessu enda eru ekki aðeins 16 fleiri lönd sem fá að vera með í HM gleðinni heldur eru 50 til 60 fleiri lönd sem geta látið sig dreyma um sæti á HM,“ sagði Infantino.
Ljóst er að ef mótið verði stækkað þurfi líklega að færa út kvíarnar og spila einhverja leiki í nágrannaþjóðunum, Katar ráði ekki við að halda 48 þjóða mót upp á sitt einsdæmi.
Katar hefur hins vegar átt í deilum við nágrannalönd sín. Sádí Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland hættu öllum viðskiptum við Katar í júní 2017 og sögðu Katara styðja við bakið á hryðjuverkamönnum. Katar neitar ásökununum.
„Ég er ekki það barnalegur að þykjast ekki vita hvað er í gangi og ég les fréttir. Við erum hins vegar í fótbolta, ekki stjórnmálum, og í fótbolta þá rætast stundum draumar,“ sagði Infantino.
Það verður að taka lokaákvörðun um stækkun mótsins í mars því næsta sumar verður byrjað að draga í undankeppnir HM.
Flestir jákvæðir fyrir 48 liða HM 2022: „Í fótbolta rætast stundum draumar“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

