Ganga hvorki erinda fíknar né kannabiskapítalista Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2018 08:30 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57
Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45
Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14