Herbert leitar sonar síns í heimi fíkniefna Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 07:00 Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00
Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30