Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 22:00 Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings. Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings.
Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira