Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 13:36 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. Það sé þó ljós í myrkrinu að WOW sé enn með ellefu vélar í flota sínum. Uppsagnir hjá Airport Associates tóku mið af því að allt færi á versta veg hjá WOW air. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli með á fimmta hundrað starfsmenn. Eftir að í ljós kom að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW air brá fyrirtækið á það ráð að segja fólkinu upp. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ sagði Sigþór Kristinn í viðtali við fréttastofu þann 29. nóvember. Um kvöldið var greint frá því að WOW air ætti í viðræðum við eignastýringafélagið Indigo Partners sem gert hefði bráðabirgðasamning um að fjárfesta í WOW. Kom fram í tilkynningu frá WOW að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið væri. Sigþór sagði í framhaldinu að ef niðurstaðan yrði sú gæti Airport Associates dregið margar af uppsögnunum 237 til baka.Allt óbreytt „Það er allt óbreytt í raun og veru,“ segir Sigþór Kristinn í samtali við Vísi. „Ef samningar nást milli Indigo og WOW komum við til með að geta dregið mjög stóran hluta til baka. Þrátt fyrir leiðinlegu tíðindin í dag eru ellefu vélar áfram í flotanum,“ segir Sigþór Kristin. Staðan sé skárri en ef allt hefði farið á versta veg og engin vél eftir. Skúli segir í bréfi til starfsmanna í dag að hann hafi misst sjónar á grunngildum félagsins. Vélum verði fækkað og WOW air verði aftur að lággjaldaflugfélaginu sem það var fram að stefnubreytinu á árinu 2017 þegar stærri vélar og breytingar á farrými voru teknar í gagnið.Rætt var við Skúla Mogensen í hádegisfréttum Bylgjunnar.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. Það sé þó ljós í myrkrinu að WOW sé enn með ellefu vélar í flota sínum. Uppsagnir hjá Airport Associates tóku mið af því að allt færi á versta veg hjá WOW air. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli með á fimmta hundrað starfsmenn. Eftir að í ljós kom að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW air brá fyrirtækið á það ráð að segja fólkinu upp. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ sagði Sigþór Kristinn í viðtali við fréttastofu þann 29. nóvember. Um kvöldið var greint frá því að WOW air ætti í viðræðum við eignastýringafélagið Indigo Partners sem gert hefði bráðabirgðasamning um að fjárfesta í WOW. Kom fram í tilkynningu frá WOW að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið væri. Sigþór sagði í framhaldinu að ef niðurstaðan yrði sú gæti Airport Associates dregið margar af uppsögnunum 237 til baka.Allt óbreytt „Það er allt óbreytt í raun og veru,“ segir Sigþór Kristinn í samtali við Vísi. „Ef samningar nást milli Indigo og WOW komum við til með að geta dregið mjög stóran hluta til baka. Þrátt fyrir leiðinlegu tíðindin í dag eru ellefu vélar áfram í flotanum,“ segir Sigþór Kristin. Staðan sé skárri en ef allt hefði farið á versta veg og engin vél eftir. Skúli segir í bréfi til starfsmanna í dag að hann hafi misst sjónar á grunngildum félagsins. Vélum verði fækkað og WOW air verði aftur að lággjaldaflugfélaginu sem það var fram að stefnubreytinu á árinu 2017 þegar stærri vélar og breytingar á farrými voru teknar í gagnið.Rætt var við Skúla Mogensen í hádegisfréttum Bylgjunnar.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11