Streita er kamelljón Hildur Eir Bolladóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun