Áætlun í gæðaþróun skref til þess að laga heilbrigðiskerfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir Vísir/JóhannK Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00