Haldið að sér höndum Kristrún Frostadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun