Hvers vegna hvalveiðar? Úrsúla Jünemann skrifar 12. desember 2018 08:00 Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun