Fulltrúi mannkynsins kominn út fyrir áhrifasvæði sólarinnar í annað sinn Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 08:55 Teikning af stöðu Voyager-geimfaranna rétt handan sólvindhvolfsins. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012. Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012.
Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05
Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35
Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15