Tæknibyltingu í grunnskóla Katrín Atladóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Börn eru flest neytendur tækni en ekki skaparar hennar. Það má segja að þegar kemur að tækni kunni börn að lesa en ekki skrifa. Með því að kenna forritun og tölvunarfræði á grunnskólastigi mætti snúa þessu sambandi við og gera börn betur í stakk búin til að takast á við framtíðina. Forritunarmál eru einu tungumálin sem tölvur skilja. Til að geta talað við tölvur þarf að læra forritun og forritunarkunnátta því hluti af læsi 21. aldar. Grunnskólinn hefur lykilhlutverki að gegna þegar kemur að því að vekja áhuga hjá börnum og skapa grunn sem nýtist þeim til framtíðar. Að sameina leik og lærdóm með efni sem vekur áhuga og höfðar til barna. Við þurfum að þroska hæfileika barnanna til að greina vandamál, brjóta þau niður í smærri verkefni og leysa þau, m.a. með tækni. Að nota tækni sem verkfæri. Tæknilæsi og færni til að skilja hvernig tölvur virka verður sífellt mikilvægari. Ekki munu öll börn verða forritarar eða tölvunarfræðingar, ekki frekar en stærðfræðingar. Samt kennum við stærðfræði í grunnskólum til að búa til grunn sem þau búa að í verkefnum framtíðarinnar. Til þess að vekja áhuga fleiri á þessu sviði. Aukinn skilningur á tækni og beitingu hennar eflir kerfisbundna og gagnrýna hugsun á mörgum sviðum. Þannig opnast dyr að nýjum og eftirsóknarverðum störfum í framtíðinni. Tölvur og vélmenni eru orðin hluti af daglegu lífi og munu verða enn veigameiri þáttur. Það er mikilvægt að kunna að nota þessi tæki en líka að hafa grunnhugmynd um hvernig hún virkar. Ég mun því á næsta fundi borgarstjórnar leggja fram tillögu um innleiðingu forritunarkennslu í grunnskólum. Við viljum að börnin okkar verði leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Það er spennandi og framsækið verkefni.Höfundur er borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Börn eru flest neytendur tækni en ekki skaparar hennar. Það má segja að þegar kemur að tækni kunni börn að lesa en ekki skrifa. Með því að kenna forritun og tölvunarfræði á grunnskólastigi mætti snúa þessu sambandi við og gera börn betur í stakk búin til að takast á við framtíðina. Forritunarmál eru einu tungumálin sem tölvur skilja. Til að geta talað við tölvur þarf að læra forritun og forritunarkunnátta því hluti af læsi 21. aldar. Grunnskólinn hefur lykilhlutverki að gegna þegar kemur að því að vekja áhuga hjá börnum og skapa grunn sem nýtist þeim til framtíðar. Að sameina leik og lærdóm með efni sem vekur áhuga og höfðar til barna. Við þurfum að þroska hæfileika barnanna til að greina vandamál, brjóta þau niður í smærri verkefni og leysa þau, m.a. með tækni. Að nota tækni sem verkfæri. Tæknilæsi og færni til að skilja hvernig tölvur virka verður sífellt mikilvægari. Ekki munu öll börn verða forritarar eða tölvunarfræðingar, ekki frekar en stærðfræðingar. Samt kennum við stærðfræði í grunnskólum til að búa til grunn sem þau búa að í verkefnum framtíðarinnar. Til þess að vekja áhuga fleiri á þessu sviði. Aukinn skilningur á tækni og beitingu hennar eflir kerfisbundna og gagnrýna hugsun á mörgum sviðum. Þannig opnast dyr að nýjum og eftirsóknarverðum störfum í framtíðinni. Tölvur og vélmenni eru orðin hluti af daglegu lífi og munu verða enn veigameiri þáttur. Það er mikilvægt að kunna að nota þessi tæki en líka að hafa grunnhugmynd um hvernig hún virkar. Ég mun því á næsta fundi borgarstjórnar leggja fram tillögu um innleiðingu forritunarkennslu í grunnskólum. Við viljum að börnin okkar verði leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Það er spennandi og framsækið verkefni.Höfundur er borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun