Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Kjartan Kjartansson skrifar 28. desember 2018 23:00 Hluti bandarísku alríkisstjórnarinnar liggur í dvala vegna þráfteflis um útgjaldafrumvarp á Bandaríkjaþingi. Það strandar á kröfu Trump forseta um milljarða dollara fjárveitingu til umdeild landamæramúrs. Vísir/EPA Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis. Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis.
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41