Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2018 09:00 Ingvi Kristinn ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á aðfangadag þegar undirbúningur var í fullum gangi. Vísir Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta. Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta.
Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15