Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 28. desember 2018 09:00 Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, verður með í kvöld. fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45