Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Eyþór Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41
Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30