Allir verða líffæragjafar eftir áramót Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 26. desember 2018 21:13 Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira