Það sem skiptir máli Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun