Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 22:37 Jim Mattis. AP/Susan Walsh, file Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér og mun hætta í lok febrúar. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter nú fyrir skömmu. Mattis, sem er fyrrverandi hershöfðingi og landgönguliði, hefur verið varnarmálaráðherra frá því Trump tók við embætti. Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi.Fyrir einungis tveimur dögum sagði Mattis að enn væri mikið verk óunnið í Sýrlandi og reyndi hann ítrekað að fá Trump til að hætta við ákvörðun sína. Þá hafa einnig borist fréttir af því í kvöld að Trump sé að íhuga að kalla bróðurpart hermanna Bandaríkjanna heim frá Afganistan en Mattis er einnig mótfallinn því. Það var þó alls ekki í fyrsta sinn sem Mattis hefur verið ósammála Trump og fjölmiðlar ytra segja forsetann reglulega hafa farið gegn ráðleggingum ráðherrans varðandi þjóðaröryggi að undanförnu. Mattis var áður talinn einn af áhrifamestu ráðgjöfum Trump en það hefur legið í loftinu að hann myndi hætta. Meðal þess sem þeir hafa verið ósammála um er að senda hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mattis var á móti þeirri ákvörðun og þá hunsaði Trump ráðleggingar Mattis varðandi það hver ætti að leiða hershöfðingjaráð Hvíta hússins.Sagðir hafa rifist í Hvíta húsinu Blaðamaður Reuters segir Trump og Mattis hafa rifist í Hvíta húsinu nú í kvöld. Mattis er sagður hafa farið að hitta Trump í þeim tilgangi að fá hann til að hætta við að kalla hermenn heim frá Sýrlandi. Þegar Trump neitaði því á Mattis að hafa sagt af sér. Í afsagnarbréfi sínu virðist sem að Mattis setji út á Trump undir rós. Hann segist trúa því af staðfestu að bandalög efli Bandaríkin og mikilvægt sé að viðhalda þeim og á sama tíma vinna gegn andstæðingum Bandaríkjanna eins og Rússlandi og Kína. Hann nefnir Atlantshafsbandalagið sérstaklega. Þá segist Mattis vera að hætta svo Trump geti fundið sér varnarmálaráðherra með skoðanir sem samsvari hans eigin skoðunum betur. Mattis er síðasti meðlimur hóps starfsmanna Trump, sem forsetinn kallaði reglulega „hershöfðingjana mína“. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Trump, var hershöfðingi og það var Michael Flynn einnig, sem og H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump. Þá er hann fjórði ráðherra Trump sem hættir eða er rekinn á innan við tveimur mánuðum og sá þriðji á innan við tveimur vikum. Trump segir að nýr varnarmálaráðherra verði valinn innan skamms. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja mikinn óróa í Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, vegna afsagnar Mattis.Defense Secretary James Mattis has resigned. Here's the letter: pic.twitter.com/e2PulyXpXZ— Elizabeth McLaughlin (@Elizabeth_McLau) December 20, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér og mun hætta í lok febrúar. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter nú fyrir skömmu. Mattis, sem er fyrrverandi hershöfðingi og landgönguliði, hefur verið varnarmálaráðherra frá því Trump tók við embætti. Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi.Fyrir einungis tveimur dögum sagði Mattis að enn væri mikið verk óunnið í Sýrlandi og reyndi hann ítrekað að fá Trump til að hætta við ákvörðun sína. Þá hafa einnig borist fréttir af því í kvöld að Trump sé að íhuga að kalla bróðurpart hermanna Bandaríkjanna heim frá Afganistan en Mattis er einnig mótfallinn því. Það var þó alls ekki í fyrsta sinn sem Mattis hefur verið ósammála Trump og fjölmiðlar ytra segja forsetann reglulega hafa farið gegn ráðleggingum ráðherrans varðandi þjóðaröryggi að undanförnu. Mattis var áður talinn einn af áhrifamestu ráðgjöfum Trump en það hefur legið í loftinu að hann myndi hætta. Meðal þess sem þeir hafa verið ósammála um er að senda hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mattis var á móti þeirri ákvörðun og þá hunsaði Trump ráðleggingar Mattis varðandi það hver ætti að leiða hershöfðingjaráð Hvíta hússins.Sagðir hafa rifist í Hvíta húsinu Blaðamaður Reuters segir Trump og Mattis hafa rifist í Hvíta húsinu nú í kvöld. Mattis er sagður hafa farið að hitta Trump í þeim tilgangi að fá hann til að hætta við að kalla hermenn heim frá Sýrlandi. Þegar Trump neitaði því á Mattis að hafa sagt af sér. Í afsagnarbréfi sínu virðist sem að Mattis setji út á Trump undir rós. Hann segist trúa því af staðfestu að bandalög efli Bandaríkin og mikilvægt sé að viðhalda þeim og á sama tíma vinna gegn andstæðingum Bandaríkjanna eins og Rússlandi og Kína. Hann nefnir Atlantshafsbandalagið sérstaklega. Þá segist Mattis vera að hætta svo Trump geti fundið sér varnarmálaráðherra með skoðanir sem samsvari hans eigin skoðunum betur. Mattis er síðasti meðlimur hóps starfsmanna Trump, sem forsetinn kallaði reglulega „hershöfðingjana mína“. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Trump, var hershöfðingi og það var Michael Flynn einnig, sem og H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump. Þá er hann fjórði ráðherra Trump sem hættir eða er rekinn á innan við tveimur mánuðum og sá þriðji á innan við tveimur vikum. Trump segir að nýr varnarmálaráðherra verði valinn innan skamms. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja mikinn óróa í Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, vegna afsagnar Mattis.Defense Secretary James Mattis has resigned. Here's the letter: pic.twitter.com/e2PulyXpXZ— Elizabeth McLaughlin (@Elizabeth_McLau) December 20, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38