Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 09:31 John Kelly, fráfarandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucc John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Sjá meira
John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Sjá meira