Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:30 Guðmundur Guðmundsson þurfti að taka stórar ákvarðanir í gær. vísir/epa Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00