150 milljónir fram úr áætlun við Fiskiðjuna í Eyjum Sighvatur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:45 Umrædd Fiskiðja í Eyjum. Eyjar.net Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér. Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér.
Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira