Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. janúar 2019 19:00 Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent