Skordýr mögulega sökudólgarnir í „hljóðárásunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 09:56 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum. Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum.
Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40
Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24
Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“