Minni ársins Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar