Gleðilegt ár! Dagur B. Eggertsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar