Gleðilegt ár! Dagur B. Eggertsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019!
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar