Tilhneiging til framfara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun