Þarf að virkja „danska Ómar“ og spila svona í dag | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 13:15 Ómar Ingi Magnússon þarf að spila vel á móti Þýskalandi í dag. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, hefur ekki verið að finna sig á HM 2019 og sat til dæmis á bekknum allan seinni hálfleikinn á móti Makedóníu í síðasta leik. Þessi útsjónarsami Selfyssingur, sem spilar með stórliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, er aðeins búinn að skora ellefu mörk á mótinu (2,2 að meðaltali í leik) og gefa sjö stoðsendingar (1,4 að meðaltali í leik). Markafjöldinn kemur minna á óvart en lág tala stoðsendinga því Ómar er ótrúlega klókur og klár spilari sem gerir mikið af því að finna samherja sína. Yfirsýn Ómars á velli er hans helsta vopn. Ómar Ingi hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og er stoðsendingahæstur í þeirri sterku deild eftir 18 umferðir með 80 stoðsendingar eða 4,4 að meðaltali í leik. Hann er tíu stoðsendingum á undan næstum mönnum sem eru Chris Holm Jörgensen hjá SönderjyskE og Martin Nyberg, leikmaður TMS Ringsted. Báðir hafa gefið 70 stoðsendingar. Facebook-síða dönsku úrvalsdeildarinnar valdi hárréttan tíma til að minna Ómar Inga á eigið ágæti en það birti myndband honum til heiðurs í dag með nokkrum vel völdum stoðsendingum og nú er bara að vona að það keyri skyttuna í gang fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, hefur ekki verið að finna sig á HM 2019 og sat til dæmis á bekknum allan seinni hálfleikinn á móti Makedóníu í síðasta leik. Þessi útsjónarsami Selfyssingur, sem spilar með stórliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, er aðeins búinn að skora ellefu mörk á mótinu (2,2 að meðaltali í leik) og gefa sjö stoðsendingar (1,4 að meðaltali í leik). Markafjöldinn kemur minna á óvart en lág tala stoðsendinga því Ómar er ótrúlega klókur og klár spilari sem gerir mikið af því að finna samherja sína. Yfirsýn Ómars á velli er hans helsta vopn. Ómar Ingi hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og er stoðsendingahæstur í þeirri sterku deild eftir 18 umferðir með 80 stoðsendingar eða 4,4 að meðaltali í leik. Hann er tíu stoðsendingum á undan næstum mönnum sem eru Chris Holm Jörgensen hjá SönderjyskE og Martin Nyberg, leikmaður TMS Ringsted. Báðir hafa gefið 70 stoðsendingar. Facebook-síða dönsku úrvalsdeildarinnar valdi hárréttan tíma til að minna Ómar Inga á eigið ágæti en það birti myndband honum til heiðurs í dag með nokkrum vel völdum stoðsendingum og nú er bara að vona að það keyri skyttuna í gang fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29
Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00