Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:45 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins. Getty Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira