Á skíði fyrir sumarbyrjun Katrín Atladóttir skrifar 18. janúar 2019 10:30 Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa setið á hakanum frá því í hruninu. Nú er svo komið að fjölskyldur í Reykjavík keyra til Akureyrar til að kenna börnunum sínum á skíði og snjóbretti. Tíðarfarið í vetur hefur vissulega ekki hjálpað, en með minniháttar fyrirhöfn væri hægt að hafa skíðasvæðin opin mun oftar. Örfáum vikum fyrir kosningar í fyrra skrifuðu sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, undir samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verði ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum. Þar kemur fram að á árinu skuli ráðast í snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að minna þessa sömu stjórnmálamenn á skíðasvæðin okkar í borginni. Útivera í ómengaðri náttúru er hið besta mál. Hún er sögð draga úr streitu, kvíða og reiði, vekja hjá okkur góðar tilfinningar og bæta heilsu. Það er ekki að ástæðulausu að einn mælikvarði á gæði og lífvænleika borga er aðgengi að hreinni náttúru og útivist. Reykjavík hefur alla burði til að vera framarlega á þessu sviði. Við höfum frábær útivistarsvæði í borginni. Skíðaíþróttin er ein sú besta þegar kemur að samveru. Hana er hægt að stunda frá því börn geta gengið og fram eftir öllu. Flestar íþróttir eru þannig að þú nýtur þeirra helst með jafnöldrum eða einhverjum sem er svipaður að getu, en þegar kemur að skíðum geta allir notið saman, óháð aldri og getustigi. Loksins hefur sést í hvítan snjó í borginni. Desember 2016 var snjólaus en opnað var í Bláfjöllum um miðjan janúar 2017 og rættist vel úr vetrinum eftir það. Við skulum vona að svo verði líka í ár svo við getum öll skemmt okkur vel á skíðum fram eftir vori. Drífum í því að setja upp búnaðinn í Bláfjöllum líkt og lofað var. Fyrir fólkið í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Skíðasvæði Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa setið á hakanum frá því í hruninu. Nú er svo komið að fjölskyldur í Reykjavík keyra til Akureyrar til að kenna börnunum sínum á skíði og snjóbretti. Tíðarfarið í vetur hefur vissulega ekki hjálpað, en með minniháttar fyrirhöfn væri hægt að hafa skíðasvæðin opin mun oftar. Örfáum vikum fyrir kosningar í fyrra skrifuðu sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, undir samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verði ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum. Þar kemur fram að á árinu skuli ráðast í snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að minna þessa sömu stjórnmálamenn á skíðasvæðin okkar í borginni. Útivera í ómengaðri náttúru er hið besta mál. Hún er sögð draga úr streitu, kvíða og reiði, vekja hjá okkur góðar tilfinningar og bæta heilsu. Það er ekki að ástæðulausu að einn mælikvarði á gæði og lífvænleika borga er aðgengi að hreinni náttúru og útivist. Reykjavík hefur alla burði til að vera framarlega á þessu sviði. Við höfum frábær útivistarsvæði í borginni. Skíðaíþróttin er ein sú besta þegar kemur að samveru. Hana er hægt að stunda frá því börn geta gengið og fram eftir öllu. Flestar íþróttir eru þannig að þú nýtur þeirra helst með jafnöldrum eða einhverjum sem er svipaður að getu, en þegar kemur að skíðum geta allir notið saman, óháð aldri og getustigi. Loksins hefur sést í hvítan snjó í borginni. Desember 2016 var snjólaus en opnað var í Bláfjöllum um miðjan janúar 2017 og rættist vel úr vetrinum eftir það. Við skulum vona að svo verði líka í ár svo við getum öll skemmt okkur vel á skíðum fram eftir vori. Drífum í því að setja upp búnaðinn í Bláfjöllum líkt og lofað var. Fyrir fólkið í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun